Konur í Nýsköpun - Hlaðvarp
íslensku
í persónu / streymi
leikur og fróðleikur
16:00
17:00
LIVE upptaka á hlaðvarpinu Konur í nýsköpun
Konur í Nýsköpun - Hlaðvarp

Hlaðvarpið Konur í nýsköpun býður í LIVE upptöku á nýjum þáttum þar sem teknar verða fyrir þrjár lykiláskoranir kvenfrumkvöðla

Konur taka sífellt meira pláss í nýsköpun á heimsvísu og stofna til að mynda þriðjung nýrra fyrirtækja á Íslandi á ári hverju. Á sama tíma landa kvenleidd fyrirtæki einungis um 1% vísisfjárfestinga á Norðurlöndunum og um 2% í Bandaríkjunum. Hvernig stendur á því og hvað getum við gert til þess að jafna tækifæri kynjanna í nýsköpun og frumkvöðlastörfum?

Hlaðvarpið Konur í nýsköpun var stofnað sumarið 2020 til að auka sýnileika og fjölga kvenfyrirmyndum í nýsköpun á Íslandi með valdeflingu að leiðarljósi. Meðal viðmælenda hafa verið frumkvöðlar, fjárfestar, nýsköpunarráðherra og fleiri áhrifakonur úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi.

Í Nýsköpunarvikunni 2021 mun hlaðvarpið Konur í nýsköpun bjóða í LIVE upptöku á þremur nýjum þáttum sem tileinkaðir verða þremur áskorunum sem konur í nýsköpun standa oft frammi fyrir. Alma Dóra Ríkarðsdóttir, hlaðvarpsstýra þáttanna, mun þá fá til sín frábæra viðmælendur til að ræða hverja áskorun fyrir sig, þeirra eigin vegferðir, áskoranir og tækifæri.

Þær áskoranir sem teknar verða fyrir í LIVE þáttunum eru:

1. Fjármögnun sprotafyrirtækja

2. Að taka sprotafyrirtæki upp á næsta stig

3. Að byggja sterkt tengslanet

Ef aðstæður leyfa mun gestum verða boðið að mæta á staðinn, fylgjast með upptökunni og taka þátt í viðburðinum.

aðrir viðburðir:

lau

29.5.2021
Konur í Nýsköpun - Hlaðvarp
íslensku
í persónu / streymi
leikur og fróðleikur
16:00
17:00
LIVE upptaka á hlaðvarpinu Konur í nýsköpun
Konur í Nýsköpun - Hlaðvarp

Hlaðvarpið Konur í nýsköpun býður í LIVE upptöku á nýjum þáttum þar sem teknar verða fyrir þrjár lykiláskoranir kvenfrumkvöðla

Konur taka sífellt meira pláss í nýsköpun á heimsvísu og stofna til að mynda þriðjung nýrra fyrirtækja á Íslandi á ári hverju. Á sama tíma landa kvenleidd fyrirtæki einungis um 1% vísisfjárfestinga á Norðurlöndunum og um 2% í Bandaríkjunum. Hvernig stendur á því og hvað getum við gert til þess að jafna tækifæri kynjanna í nýsköpun og frumkvöðlastörfum?

Hlaðvarpið Konur í nýsköpun var stofnað sumarið 2020 til að auka sýnileika og fjölga kvenfyrirmyndum í nýsköpun á Íslandi með valdeflingu að leiðarljósi. Meðal viðmælenda hafa verið frumkvöðlar, fjárfestar, nýsköpunarráðherra og fleiri áhrifakonur úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi.

Í Nýsköpunarvikunni 2021 mun hlaðvarpið Konur í nýsköpun bjóða í LIVE upptöku á þremur nýjum þáttum sem tileinkaðir verða þremur áskorunum sem konur í nýsköpun standa oft frammi fyrir. Alma Dóra Ríkarðsdóttir, hlaðvarpsstýra þáttanna, mun þá fá til sín frábæra viðmælendur til að ræða hverja áskorun fyrir sig, þeirra eigin vegferðir, áskoranir og tækifæri.

Þær áskoranir sem teknar verða fyrir í LIVE þáttunum eru:

1. Fjármögnun sprotafyrirtækja

2. Að taka sprotafyrirtæki upp á næsta stig

3. Að byggja sterkt tengslanet

Ef aðstæður leyfa mun gestum verða boðið að mæta á staðinn, fylgjast með upptökunni og taka þátt í viðburðinum.