LAUSNArMÓT 2021

nýsköpunarvikunnar

Lokað fyrir umsóknir


Umsóknarfrestur rann út þann
6. september fyrir Lausnarmótið 2021. Þú getur fylgst með Lausnarmótinu á Facebook síðu Nýsköpunarvikunnar.

Tímalína:

6. september: Umsóknarfresti lýkur

6-8. september: Yfirlestur umsókna og boð í viðtöl

9-12. september: Viðtöl

12. september: Þátttakendur tilkynntir

13. september: Lausnarmót hefst

8. október: Lausnarmóti lýkur með kynningu teyma

Gróska, heimili nýsköpunar í Vatnsmýrinni
íslensku

lausnarmót er vettvangur til að þróa áfram hugmyndir sem lausnir við áskorunum samfélagsins

Lausnarmótið er 4 vikna sprettur þar sem þátttakendur eiga kost á að þróa sínar hugmyndir áfram með hjálp leiðbeinenda frá Landlækni, Landspítalanum, Heilsugæslunni og Arion banka.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur vinni að lausnum sínum samviskusamlega yfir 4 vikna tímabil. Nemendur Háskóla Íslands geta fengið 4 einingar fyrir verkefnaáfangann. Gerð er krafa um að þátttakendur tileinki sér að lágmarki 25-30 klst í verkefnið í hverri viku. Aðgangur að skipuleggjendum lausnarmótsins fyrir praktískar spurningar verður alla virka daga kl. 9:00-17:00. Fundir með leiðbeinendum verða haldnir eftir þörfum ýmist fyrir öll teymin saman eða hvert og eitt.

áskoranir fjártækni lausnarmóts

Arion banki:

 1. Mánaðarmót:Óskað er eftir þjónustu sem eykur yfirsýn á fjárhagslegri stöðu viðskiptavina um hver mánaðarmót og aðstoðar við að takast á við sveiflur í útgjöldum.
 2. Góðgerðafélög: Óskað er eftir þjónustu sem auðveldar góðgerðafélögum söfnun til sinna málefna t.d. stafrænn söfnunarbaukur, sérstakt svæði góðgerðamála í Arion appi eða annað.
 3. Vasapeningar: Að auðvelda foreldrum og forráðamönnum utanumhald og greiðslur vegna vasapeninga.
 4. Viltu millifæra?: Algengustu símtöl unglinga til foreldra byrja gjarnan á „hæ, viltu millifæra“. Óskað er eftir þjónustu sem gerir þetta símtal óþarft en skilar þó á endanum pening til unglingsins
 5. PSD2: Á næstu misserum stendur til að innleiða PSD2 tilskipun Evrópusambandsins í íslensk lög. Lögin kveða svo á um að bankar opni á reikningsupplýsingar og geri 3ja aðila kleift að framkvæma millifærslur. Óskað er eftir nýrri þjónustu/lausn fyrir viðskiptavini Arion banka sem að nýtir þennan aðgang að reikningsupplýsingum bankanna og greiðslufyrirmælum til þeirra.

áskoranir heilsutækni lausnarmóts

Landlæknir:

 1. Óskað er eftir lausn til birtingar upplýsinga af mælaborði um Heilsuveru tengda þjónustu frá Heilsugæslum. T.d hver er næsti lausi tími, biðtími eftir svari osfrv.
 2. Óskað er eftir lausn til birtingar á upplýsingum á notendavænan hátt um áfanga í þroska ung og smábarna. Notandi skal geta hakað við áfanga sem barnið nær og geta séð hvernig það er að standa sig í samanburði við kvarða.
 3. Óskað er eftir því að birta á aðgengilegan hátt heilar sjúkraskrár með jafnvel áratuga magni af upplýsingum á þann hátt að læknir geti séð þverskurð sjúklings á einum skjá.
 4. Í opna flokknum óskar Landlæknisembættið eftir því að þátttakendur spreyti sig á persónulegri og notendamiðaðri þjónustu sem auðveldar notenda að þjónusta sig sjálfan.

Landspítali:

 1. Lausn fyrir matarstuðning, stuðningur við sjúklinga með átraskanir til að fá aðhald á matmálstímum, einstaklingsmiðuð og persónusniðin fræðsla sett fram á aðgengilegan hátt.
 2. Líkur á bið á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Óskað er eftir lausn sem sýnir áætlaða bið á bráðamóttöku LSH.
 3. Vegvísir um LSH. Lausn sem vísar þér veginn innan LSH, hvert áttu að fara. Auðveldar þér að rata um LSH.
 4. Hverjar eru líkur á afbókunum? Óskað er eftir lausn til að hjálpa Geðsviði til að reikna út líkur á afbókunum og tillögur að því hvernig skuli brugðist við.
 5. Rafrænt sjálfvirkt eftirlit með eftirlitsskyldum lyfjum. Óskað er eftir lausn sem getur hjálpað LSH að bæta ferla með rafrænum lausnum.
 6. Apótekið óskar eftir lausnum sem hjálpa sjúklingum að minna þá á lyfseðla sem á eftir að leysa út.
 7. Óskað er eftir lausn um bestunar möguleika á tækjanotkun og röðun í rannsóknir eftir bráðleika eða venjulegri skráningu.

Heilsugæslan:

 1. Grunnur fyrir rafræna meðferð sem uppfyllir kröfur um persónuvernd, sem bæði skjólstæðingur og sálfræðingur geta skráð sig inn í og átt samskipti í. Í raun rými þar sem meðferð getur farið fram á öruggan og þægilegan hátt.
 2. Óskað er eftir íslensku appi fyrir krísuplan fyrir sjálfsvígshugsanir, þar sem hægt er að skrá sitt eigið krísuplan
 3. Óskað er eftir íslensku appi sem myndi vera grunnur fyrir HAM, hugsanaskráin, þar sem hægt er að skrá niður aðstæður, hugsanir og líðan og endurmeta samkvæmt hugrænni atferlismeðferð
 4. Óskað er eftir appi fyrir börn sérstaklega sem hefur leiðir fyrir þau til að róa sig og líða betur. App sem krakkar geta notað þegar þau finna fyrir kvíða með ráðum og verkfærum fyrir þau.
 5. Óskað er eftir appi til að aðstoða fullorðna til að bæta svefn, halda utan um svefnvenjur, geta skráð niður og fylgst með svefni til að hjálpa til við að takast á við svefnvanda.
 6. Óskað er eftir appi fyrir ung og smábarnavernd.

LAUSNArMÓT 2021

nýsköpunarvikan
Tímalína:
6. sept: Umsóknarfresti lýkur
6.-8. sept: Yfirlestur umsókna og boð í viðtöl
9.-12. sept: Viðtöl
12. sept: Þátttakendur tilkynntir
13. sept: Lausnarmót hefst
8. okt: Lausnarmóti líkur með kynningu teyma
lausnarmót er vettvangur til að þróa áfram hugmyndir sem lausnir við áskorunum samfélagsins

Lausnarmótið er 4 vikna sprettur þar sem þátttakendur eiga kost á að þróa sínar hugmyndir áfram með hjálp leiðbeinenda frá Landlækni, Landspítalanum, Heilsugæslunni og Arion banka.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur vinni að lausnum sínum samviskusamlega yfir 4 vikna tímabil. Nemendur Háskóla Íslands geta fengið 4 einingar fyrir verkefna áfangann. Gerð er krafa um að þátttakendur tileinki sér að lágmarki 25-30 klst í verkefnið í hverri viku. Aðgangur að skipuleggjendum Lausnarmótsins fyrir praktískar spurningar verður alla virka daga kl. 9:00-17:00. Fundir með leiðbeinendum verða eftir þörfum ýmist fyrir öll teymin saman eða hvert og eitt.

sækja um

áskoranir fjártækni lausnarmóts

Arion banki:

 1. Mánaðarmót:Óskað er eftir þjónustu sem eykur yfirsýn á fjárhagslegri stöðu viðskiptavina um hver mánaðarmót og aðstoðar við að takast á við sveiflur í útgjöldum.
 2. Góðgerðafélög: Óskaðer eftir þjónustu sem auðveldar góðgerðafélögum söfnun til sinna málefna t.d. stafrænn söfnunarbaukur, sérstakt svæði góðgerðamála í Arion appi eða annað.
 3. Vasapeningar: Að auðvelda foreldrum og forráðamönnum utanumhald og greiðslur vegna vasapeninga.
 4. Viltu millifæra?: Algengustu símtöl unglinga til foreldra byrja gjarnan á „hæ, viltu millifæra“. Óskað er eftir þjónustu sem gerir þetta símtal óþarft en skilar þó á endanum pening til unglingsins
 5. PSD2: Á næstu misserum stendur til að innleiða PSD2 tilskipun Evrópusambandsins í íslensk lög. Lögin kveða svo á um að bankar opni á reikningsupplýsingar og geri 3ja aðila kleift að framkvæma millifærslur. Óskað er eftir nýrri þjónustu/lausn fyrir viðskiptavini Arion banka sem að nýtir þennan aðgang að reikningsupplýsingum bankanna og greiðslufyrirmælum til þeirra.

áskoranir heilsutækni lausnarmóts

Landlæknir:

 1. Óskað er eftir lausn til birtingar upplýsinga af mælaborði um Heilsuveru tengda þjónustu frá Heilsugæslum. T.d hver er næsti lausi tími, biðtími eftir svari osfrv.
 2. Óskað er eftir lausn til birtingar á upplýsingum á notendavænan hátt um áfanga í þroska ung og smábarna. notandi skal geta hakað við áfanga sem barnið nær og geta séð hvernig það er að standa sig í samanburði við kvarða.
 3. Óskað er eftir því að birta á aðgengilegan hátt heilar sjúkraskrár með jafnvel áratuga magni af upplýsingum á þann hátt að læknir geti séð þverskurð sjúklings á einum skjá.
 4. Í opna flokknum óskar Landlæknisembættið eftir því að þátttakendur spreyti sig á persónulegri og notendamiðaðri þjónustu sem auðveldar notenda að þjónusta sig sjálfan.

Landspítali:

 1. Lausn fyrir matarstuðning, stuðningur við sjúklinga með átraskanir til að fá aðhald á matmálstímum, einstaklingsmiðuð og persónusniðin fræðsla sett fram á aðgengilegan hátt.
 2. Líkur á bið á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Óskað er eftir lausn sem sýnir áætlaða bið á bráðamóttöku LSH.
 3. Vegvísir um LSH. Lausn sem vísar þér veginn innan LSH, hvert áttu að fara. Auðveldar þér að rata um LSH.
 4.  
 5. Hverjar eru líkur á afbókunum? Óskað er eftir lausn til að hjálpa Geðsviði til að reikna út líkur á afbókunum og tillögur að því hvernig skuli brugðist við.
 6. Rafrænt sjálfvirkt eftirlit með eftirlitsskyldum lyfjum. Óskað er eftir lausn sem getur hjálpað LSH að bæta ferla með rafrænum lausnum.
 7. Apótekið óskar eftir lausnum sem hjálpa sjúklingum að minna þá á lyfseðla sem á eftir að leysa út.
 8. Óskað er eftir lausn um bestunar möguleika á tækjanotkun og röðun í rannsóknir eftir bráðleika eða venjulegri skráningu.

Heilsugæslan:

 1. Grunnur fyrir rafræna meðferð sem uppfyllir kröfur um persónuvernd, sem bæði skjólstæðingur og sálfræðingur geta skráð sig inn í og átt samskipti í. Í raun rými þar sem meðferð getur farið fram á öruggan og þægilegan hátt.
 2. Óskað er eftir íslensku appi fyrir krísuplan fyrir sjálfsvígshugsanir, þar sem hægt er að skrá sitt eigið krísuplan
 3. Óskað er eftir íslensku appi sem myndi vera grunnur fyrir HAM, hugsanaskráin, þar sem hægt er að skrá niður aðstæður, hugsanir og líðan og endurmeta samkvæmt hugrænni atferlismeðferð
 4. Óskað er eftir appi fyrir börn sérstaklega sem hefur leiðir fyrir þau til að róa sig og líða betur. App sem krakkar geta notað þegar þau finna fyrir kvíða með ráðum og verkfærum fyrir þau.
 5. Óskað er eftir appi til að aðstoða fullorðna til að bæta svefn, halda utan um svefnvenjur, geta skráð niður og fylgst með svefni til að hjálpa til við að takast á við svefnvanda.
 6. Óskað er eftir appi fyrir ung og smábarnavernd.

Sækja um

Ef þú ert með hugmynd sem þú telur að leysi einhverja af fjár- eða heilsutækniáskorunum þá hvetjum við þig til að taka þátt.

Umsóknarfrestur rennur út
kl. 17:00
2. ágúst 2021.